Íhugar að ganga aftur í TPP fyrir betri kjör

AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera reiðubúinn að endurskoða ákvörðun sína um að draga Bandaríkin úr fríverslunarsamningi ríkja við Kyrrahaf, TPP, bjóðist betri samningskjör en áður. 

Fréttavefur breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá ummælum Trumps sem hann lét falla á Twitter í nótt. 

Trump und­ir­ritaði í janúar 2017 til­skip­un um að draga þjóðina út úr fríversl­un­ar­samn­ingnum sem for­veri hans í embætti, Barack Obama, samdi um. Trump hef­ur haldið því fram að samn­ing­ur­inn, sem nefn­ist Trans-Pacific Partners­hip (TPP), kosti banda­rísk störf og gangi þvert á hags­muni Banda­ríkj­anna.

Samn­ing­ur­inn átti að binda Banda­rík­in, Ástr­al­íu, Kan­ada, Jap­an, Víet­nam og þó nokkr­ar aðrar þjóðir sam­an gegn aukn­um efna­hags­leg­um áhrif­um Kín­verja.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK