Moody's hækkar lánshæfiseinkunn Spánar

Spænsk baðströnd.
Spænsk baðströnd.

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hefur hækkað lánshæfiseinkunn spænska ríkisins og segir ástæðuna þá að góðar horfur séu fyrir aukinn hagvöxt og bankakerfi landsins hafi styrkst.  

Einkunnin var hækkuð í Baa1 með stöðugum horfum. Matsfyrirtækin Fitch og S&P Global hækkuðu einnig lánshæfseinkunnir Spánar fyrr á þessu ári.

Öll helstu matsfyrirtæki heims lækkuðu lánshæfiseinkunn Spánar árið 2012 þar sem óttast var, að spænska ríkið kynni að þurfa á fjárhagsaðstoð að halda vegna slæmrar stöðu þarlendra banka. En undanfarin ár hefur efnahagur Spánar batnað hratt og hagvöxtur hefur verið um 3%. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK