Kvikmyndaverið í Gufunesi opnað í vikunni

Fyrsti áfangi kvikmyndavers RVK Studios í Gufunesi á fimmtudaginn verður opnaður. Húsnæðið á svæðinu hýsti áður Áburðarverksmiðjuna en þar mun rísa eitt stærsta kvikmyndaver Norðurlanda. 

Í fréttatilkynningu um opnunina segir að ýmis fyrirtæki flytji kvikmyndaframleiðslu sína á nesið, sem og sprotafyrirtæki í skapandi greinum. Þá mun einnig rísa íbúabyggð og hótel í Gufunesi. 

Borgarstjóri mun kynna deiliskipulag svæðisins á opnuninni fyrir gestum og Páll Hjaltason, arkitekt, kynnir uppbyggingaráform RVK Studios. Þá mun Baltasar Kormákur leikstjóri leikstýra tökum á Ófærð á þessum opnunardegi kvikmyndaversins en nú standa yfir tökur á nýrri þáttaröð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK