Origo boðar tugmilljóna króna tap

Finnur Oddsson, forstjóri Origo.
Finnur Oddsson, forstjóri Origo. Ljósmynd/Aðsend

Afkoma Origo, sem skráð er í Kauphöll, verður lakari á fyrsta fjórðungi ársins en á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Áætlað er að félagið tapi 30-40 milljónum króna á fyrsta fjórðungi í árs, borið saman við 70 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun.

Áætlaðar tekjur félagsins á fyrsta ársfjórðungi eru um 3.750 milljónir króna samanborið við 3.996 milljónir á sama tíma árið 2017. Gert er ráð fyrir að rekstrarhagnaður félagsins fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) verði um 105 milljónir króna samanborið við 242 milljóna króna árið 2017.

Lakari rekstrarniðurstöðu má rekja til nokkurra þátta. Meginástæðan er minni vörusala hjá Origo samanborið við fyrsta ársfjórðung 2017 og hækkandi launakostnaður. Í byrjun árs tók félagið upp nýtt nafn og sameinaði tvö innlend dótturfélög við móðurfélagið. Mikil vinna og kostnaður hefur farið í sameininguna og hefur félagið varið hærri fjármunum á fjórðungnum í markaðsstarf og endurmörkun samanborið við fyrri tímabil. Einskiptiskostnaður á fyrsta ársfjórðungi vegna ofangreinds er áætlaður um 50 milljónir króna, segir í tilkynningu.

Félagið vinnur enn að uppgjöri fyrsta ársfjórðungs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK