Dregur úr hagnaði Brimborgar

Peugeot er meðal merkja Brimborgar.
Peugeot er meðal merkja Brimborgar. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hagnaður Brimborgar dróst saman um 458 milljónir króna á milli ára og nam 260 milljónum króna árið 2017. Velta félagsins jókst um 15% á milli ára og var 20,7 milljarðar. Árin 2015 og 2016 var vöxturinn 38-39% hvort ár fyrir sig, að því er fram kemur í ársreikningi félagsins.

Lagt er til að arður til hluthafa nemi 20% af hagnaði eða 52 milljónum króna.

Arðsemi eigin fjár var 12% á árinu og eiginfjárhlutfall var 20% við árslok.

Í ársuppgjöri segir að minni framlegð megi að að mestu rekja til neikvæðrar verðþróunar hjá bílaleigu í eigu Brimborgar, m.a. vegna neikvæðra gengisáhrifa og aukinnar samkeppni á markaði, sérstaklega í útleigu bíla en einnig í sölu notaðra bíla og ýmissar þjónustu.

Árið var mjög gott fyrir Brimborg á bílamarkaði, segir í uppgjörinu, en á árinu voru nýskráðir 3.586 bílar af merkjum Brimborgar sem er 22,4% vöxtur frá fyrra ári.

Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, á 27% hlut í fyrirtækinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK