Hraðpeningar gerðu upp 123 milljónir

Gjaldþrotaskiptum á smálánafyrirtækinu Hraðpeningar er lokið. Lýstar kröfur á hendur þrotabúinu námu 123 milljónum króna en skiptunum lauk þannig að allar lýstar kröfur voru afturkallaðar. 

Þetta kem­ur fram í aug­lýs­ingu í Lög­birt­inga­blaðinu í dag. Samkvæmt upplýsingum frá skiptastjóra allar kröfur voru gerðar upp og þar af leiðandi voru allar kröfulýsingar afturkallaðar. Hraðpen­ing­ar var eitt af þeim þrem­ur dótt­ur­fé­lög­um sem voru í eigu Neyt­endalána ehf., en hin fé­lög­in voru Múla og 1909. 

Fjallað var ýtarlega um Neyt­endalán ehf. í sunnudagsblaði Morgunblaðsins í ársbyrjun 2015 en þá var félagið skráð í 100% eigu „ótil­greindra út­lend­inga“ sam­kvæmt end­ur­skoðuðum árs­reikn­ingi fé­lags­ins fyr­ir árið 2013. Fleira kom ekki fram um eig­end­ur í árs­reikn­ingn­um en í tölvu­pósti frá Óskari Þorgils Stefánssyni, fram­kvæmda­stjóra fé­lags­ins, sagðist hann sjálf­ur eiga fé­lagið.

Neyt­enda­stofa sektaði Neyt­endalán um 2,4 millj­ón­ir árið 2016 vegna brota á lög­um um neyt­endalán með kostnaði og upp­lýs­inga­gjöf um lán. Árið á undan þurfti fyrirtækið að greiða 250 þúsund krón­ur í dag­sekt­ir vegna þess að ekki var farið að lög­um um neyt­endalán með út­reikn­ingi á ár­legri hlut­fallstölu kostnaðar.

Enn er starfsemi undir merkjum Hraðpeninga og samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins virðist það vera staðsett í Danmörku. Sama gildir um Múla og 1909.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK