Keypti í HB Granda fyrir 21,7 milljarða

Guðmundur Kristjánsson.
Guðmundur Kristjánsson. mbl.is/Styrmir Kári

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims, hefur keypt 34,1% eignarhlut Kristjáns Loftssonar og Halldórs Teitssonar í HB Granda.

Heildarupphæð viðskiptanna nemur tæplega 21,7 milljörðum króna.

Kristján og Halldór eru báðir stjórnarmenn í HB Granda. Þeir áttu eignarhlutinn í gegnum félögin Vogun hf. og Fiskiveiðahlutafélagið Venus hf.

Vogun hf. átti tæpar 611 milljónir hluta í HB Granda og Fiskiveiðihlutafélagið Venus hf. átti tæplega 9,1 milljón hluta.

Kaupverðið var 35 krónur á hlut.

Eftir viðskiptin á Kristján Loftsson, sem er einnig stjórnarformaður Hvals hf., 249 þúsund hluti í HB Granda en Halldór engan.

Guðmundur á aftur á móti 621.365.864 hluti í HB Granda. 

Fram kemur í athugasemdum Fjármálaeftirlitsins að afhending hlutanna skuli fara fram innan 30 daga við greiðslu kaupverðs.

Kristján Loftsson.
Kristján Loftsson. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK