Salerni Starbucks öllum opin

AFP

Salerni á stöðum Starbucks-kaffihúsakeðjunnar verða héðan í frá öllum opin. Sömu sögu er að segja um veitingasalina, bæði innan dyra og utan. Fólk getur komið þar saman þó að það kaupi ekki drykki á stöðunum.

„Hver sá sem kemur inn í okkar rými, þar á meðal verandir, kaffihús og salerni, hvort sem þeir eru að versla eða ekki, eru álitnir kúnnar,“ segir í tölvupósti frá stjórnendum Starbucks til starfsmanna sinna á föstudag.

Breytingin á aðgenginu er gerð í kjölfar almennrar óánægju á því hvernig starfsmenn Starbucks í Fíladelfíu komu fram við tvo svarta karlmenn á staðnum nýverið. Mönnunum var vísað á dyr og meinað að nota salerni þó að þeir segðust vera þangað komnir til að bíða eftir vini sínum. Starfsmenn hringdu á lögregluna sem vísaði mönnunum út.

Starbucks hafði áður sagt að þetta stæði til en í pósti til starfsmanna kaffihúsanna kemur fram að nú hafi þessi nýja stefna tekið gildi.

Frétt CNN.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK