Trump náði stórum áfanga í afregluvæðingu

Trump hefur farið hörðum orðum um Dodd-Frank-löggjöfina.
Trump hefur farið hörðum orðum um Dodd-Frank-löggjöfina. AFP

Frumvarp sem afnemur strangar reglur fyrir smáa og meðalstóra banka var samþykkt með miklum meirihluta á bandaríska þinginu í gær. Reglurnar voru hluti af Dodd-Frank löggjöfinni sem var samþykkt árið 2010 til þess að koma í veg fyrir annað fjármálahrun. 

The New York Times greinir frá því að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hafi verið 258 atkvæði gegn 159 og er samþykkt frumvarpsins sögð sigur fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta sem hafði lofað „að gera Dodd-Frank skráveifu.“ 

Frumvarpið dugar þó skammt til að afnema allar þær ströngu reglur sem felast í Dodd-Frank-löggjöfinni, sem ætlað var að draga úr áhættusækni stórra banka. Samkvæmt frumvarpinu munu færri en tíu stórir bankar í Bandaríkjunum lúta strangari reglum og eftirliti, sem þýðir að minni kröfur verða gerðar til þeirra þúsunda banka sem hafa eignir að fjárhæð lægri en 250 milljarðar Bandaríkjadala. 

Þegar Trump skrifar undir frumvarpið munu smáir og meðalstórir bankar ekki þurfa að gangast undir álagspróf sem meta getu til að takast á við efnahagsáföll. Ýmis stór fjármálafyrirtæki á borð við American Express verða ekki lengur skilgreind sem kerfislega mikilvæg fyrirtæki og þurfa þau þannig ekki að lúta jafn ströngum reglum verið hefur. Einnig veitir frumvarpið smærri lánveitendum undanþágu frá tilteknum kröfum um upplýsingagjöf. 

Breytingarnar gera lítið fyrir stærstu banka Bandaríkjanna, eins og JPMorgan Chase, Goldman Sachs og Citigroup, en ríkisstjórn Trumps vinnur að því að veikja eiginfjárkröfur og annars konar hömlur á slík fyrirtæki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK