Landsvirkjun hagnaðist um 900 milljónir

Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar. mbl.is/​Hari

Landsvirkjun hagnaðist um 900 milljónir króna á fyrsta fjórðungi þessa árs samanborið við 5,2 milljarða á sama tímabili á síðasta ári. 

Rekstrartekjur námu 13,8 milljörðum króna og hækka um 18,8% frá síðasta ári. EBITDA nam 10,3 milljörðum króna og EBITDA-hlutfallið var 74,6% af tekjum. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 5,5 milljörðum króna og hækkaði um 27,7% á milli tímabila. 

Nettóskuldir lækkuðu um 400 milljónir króna frá áramótum og voru í lok mars 199,7 milljarðar króna. Handbært fé frá rekstri nam 8 milljörðum króna sem er 22,4% hækkun frá sama tímabili á síðasta ári. 

Í tilkynningu um uppgjörið er haft eftir Herði Arnarsyni forstjóra að fyrsti ársfjórðungurinn 2018 væri sá tekjuhæsti í sögu fyrirtækisins. Það skýrist meðal annars af aukinni orkusölu og hærra álverði. 

„Í apríl mánuði fór Þeistareykjastöð í fullan 90 MW rekstur, unnið er að stækkun Búrfellsvirkjunar og er áætlað að gangsetning verði um mitt sumar 2018. Fjármunamyndun fyrirtækisins (handbært fé frá rekstri) á fyrsta fjórðungi ársins stóð að fullu undir þessum fjárfestingum og að auki lækkuðu nettó skuldir frá áramótum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK