Lítil breyting á ánægju ferðamanna

mbl.is/Eggert

„Það er erfitt að alhæfa einungis út frá þessum tölum en ég held að á heildina litið getum við verið nokkuð sátt,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um niðurstöður Ferðamannapúlsins fyrir aprílmánuð.

Þrátt fyrir talsverða fjölgun ferðamanna síðustu 12 mánuði sýna niðurstöður að ánægja erlendra ferðamanna sem sækja Ísland heim stendur í stað og er nú 83,6 stig af 100 mögulegum. Í apríl var ánægjan mest meðal Þjóðverja en lægst meðal Íra, sem iðulega hafa mælst lægstir í mælingum Ferðamannapúlsins.

Fram kemur þegar horft er í undirþætti Ferðamannapúlsins að óánægja vegna verðlags hérlendis hefur aukist. Helga segir að hækkun verðlags sé áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustuna enda dragi hún úr samkeppnishæfni landsins og ánægju þeirra sem hingað koma.

Nánari umfjöllun má finna í ViðskiptaMogganum í dag. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK