Séríslenskar reglur hækka kostnað neytenda

Bankaskatturinn hefur verið lagður á skuldir fjármálafyrirtæka frá árinu 2010.
Bankaskatturinn hefur verið lagður á skuldir fjármálafyrirtæka frá árinu 2010. mbl.is/Eggert

Óskandi er að hvítbók um fjármálakerfið muni leiða til þess að regluverk fjármálafyrirtækja verði gert minna íþyngjandi í stað þess að settar verði fleiri séríslenskar íþyngjandi reglur sem munu óhjákvæmilega hækka kostnað neytenda.

Þetta skrifar Ari Guðjónsson, lögmaður og yfirlögfræðingur Icelandair Group, í pistli í ViðskiptaMogganum í dag. Hann vísar til þess að í febrúar síðastliðnum hafi fjármála- og efnahagsráðherra skipað starfshóp sem ætlað var að vinna að hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir fjármálakerfið á Íslandi. 

Ari bendir á að í lögum séu séríslenskar íþyngjandi reglur í formi skattlagningar og nefnir í því samhengi bankaskatt, fjársýsluskatt og sérstakan fjársýsluskatt. Bankaskatturinn hefur verið lagður á skuldir fjármálafyrirtæka frá árinu 2010. Þá var skatthlutfallið 0,041% af skuldum en árið 2013 hækkaði skatthlutfallið í 0,376% og hefur það haldist óbreytt síðan.

Það gefur augaleið að skattlagning af þessu tagi leiðir til beinnar hækkunar á vaxtastigi í landinu. Þar sem vaxtastig á verðtryggðum lánum bankanna er almennt í kringum 4%, en í kringum 6% á óverðtryggðum lánum, þá tekur bankaskatturinn til sín drjúgan hluta af vaxtagreiðslum,“ skrifar Ari. Hann segir bankaskattinn jafnframt skerða samkeppnisstöðu innlendra fjármálafyrirtækja þar sem stærri fyrirtæki hafa aðgengi að erlendu lánsfjármagni hjá aðilum sem þurfa ekki að greiða bankaskatt.

Þá telur hann að eitt stærsta verkefnið sé að tryggja að innleiðing samræmds regluverks gangi hraðar fyrir sig svo öll fjármálafyrirtæki innri markaðar Evrópu sitji við sama borð. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK