Minni hagvöxtur og meiri verðbólga

Horfur eru á hægari hagvexti í ár en á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að hann verði 2,9% og að einkaneysla aukist um 5,3%. Talið er að samneysla aukist um 2,5% á árinu og fjárfesting um 3,2%. Á næsta ári er útlit fyrir að landsframleiðsla aukist um 2,7%, einkaneysla um 3,9%, samneysla um 2,1% og er gert ráð fyrir að fjárfesting aukist um 4,9%. Á árunum 2020–2023 er reiknað með að hagvöxtur verði á bilinu 2,5–2,7% og að aukning einkaneyslu verði á bilinu 2,5–3,1%, vöxtur samneyslu verði rúmlega 1,8% og aukning fjárfestingar að meðaltali um 2,8% á tímabilinu.

Hagstofa Íslands hefur í dag gefið út þjóðhagsspá að sumri í ritröð sinni, Hagtíðindum. Spáin nær yfir árin 2018 til 2023.

Reiknað er með að verðbólga aukist þar sem áhrif gengisstyrkingar fjara út og hrávöruverð hefur hækkað. Gert er ráð fyrir raunhækkun íbúðaverðs þó að hún verði minni en hefur verið undanfarin misseri. Talsverð óvissa er um launaþróun á næsta ári en þá verða kjarasamningar stærstu launþegahópa lausir. Reiknað er með að atvinna aukist hægar í samræmi við minni umsvif.

Talið er að einkaneysla verði kröftug næstu tvö ár en búist er við minni vexti þegar hægir á umsvifum í hagkerfinu. Útlit er fyrir talsverðan vöxt íbúðafjárfestingar og opinberrar fjárfestingar á næstunni en á móti vegur samdráttur í stóriðjutengdum fjárfestingum. Næstu ár er gert er ráð fyrir að framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar verði áfram neikvætt líkt og undanfarin ár og að viðskiptajöfnuður dragist saman á spátímanum.

Hagvöxtur verði 2,5-2,7%

Árið 2019 er útlit fyrir að verg landsframleiðsla (hagvöxtur) aukist um 2,7%, einkaneysla um 3,9%, samneysla um 2,1% og er gert ráð fyrir að fjárfesting aukist um 4,9%. Á árunum 2020–2023 er reiknað með að hagvöxtur verði á bilinu 2,5–2,7% og að aukning einkaneyslu verði á bilinu 2,5–3,1%, vöxtur samneyslu verði rúmlega 1,8% og aukning fjárfestingar verði að meðaltali um 2,8% á tímabilinu.

Talið er að aukning einkaneyslu verði kröftug næstu tvö ár en búist er við minni vexti þegar hægir á umsvifum í hagkerfinu. Útlit er fyrir talsverðan vöxt íbúðafjárfestingar og opinberrar fjárfestingar á næstunni en á móti vegur samdráttur fjárfestingar tengdur stóriðju.

Næstu ár er gert er ráð fyrir að framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar verði áfram neikvætt líkt og undanfarin ár og að við- skiptajöfnuður dragist saman á spátímanum. Reiknað er með að verðbólga aukist þar sem áhrif gengisstyrkingar fjara út og hrávöruverð hefur hækkað. Gert er ráð fyrir raunhækkun íbúðaverðs þó að hún verði minni en verið hefur undanfarin misseri. Talsverð óvissa er um launaþróun á næsta ári en þá verða kjarasamningar stærstu launþegahópa lausir. Reiknað er með að atvinna aukist hægar í samræmi við minni umsvif.

Spáðu 3,8% hagvexti í ár

Hagvöxtur á síðasta ári var 3,6% samkvæmt niðurstöðum þjóðhagsreikninga en í síðustu spá var áætlaður hagvöxtur 3,8% á árinu. Einkaneysla jókst um 7,8%, samneysla um 2,6% og fjármunamyndun jókst um 9,8%. Útflutningur jókst um 4,8% en innflutningur öllu meira eða um 11,9%.

Í ár er spáð 2,9% aukningu vergrar landsframleiðslu og 2,7% aukningu árið 2019 en gert er ráð fyrir að hagvöxtur verði um 2,5–2,7% fram til 2023 sem er nálægt langtímameðaltali hagvaxtar. Reiknað er með að einkaneysla aukist um 5,3% í ár og 3,9% árið 2019 en vaxi á bilinu 2,5–2,9% eftir það. Samneysla er talin aukast um 2,5% í ár og 2,1% árið 2019.

Óvissa ríkir um ferðaþjónustuna.
Óvissa ríkir um ferðaþjónustuna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óvissa um horfur í ferðaþjónustu

Í þjóðhagsspánni eru horfur á að utanríkisviðskipti dragi úr hagvexti næstu þrjú ár líkt og þau hafa gert á síðustu árum. Reiknað er með minni útflutningi í ár en í síðustu spá sem má rekja til meiri óvissu um horfur í ferðaþjónustu og er útlit fyrir minni vöxt hennar á næstu árum. Á móti minni vexti í ferðaþjónustu vegur meiri aukning útfluttra sjávarafurða en áður var gert ráð fyrir.

Reiknað er með að afgangur af viðskiptajöfnuði verði áfram en að hann minnki þegar líður á spátímann. Horfur eru á að viðskiptakjör versni í ár, m.a. vegna hækkunar olíuverðs en haldist að mestu stöðug næstu ár.

Spá 2,7% verðbólgu í ár en 2,9% á næsta ári

Verðbólguhorfur hafa lítið breyst frá því að uppfærð þjóðhagsspá kom út í febrúar. Síðustu misseri hefur þróun verðbólgu einkennst af hækkun húsnæðisliðar neysluverðsvísitölunnar og áhrifum gengisstyrkingar krónunnar. Gert er ráð fyrir að áhrif beggja þátta minnki á árinu og að verðbólga verði um 2,7% að meðaltali á árinu en 2,9% á næsta ári.

Eftir því sem spennan minnkar í hagkerfinu er gert ráð fyrir að verðbólgan hjaðni og verði í kringum 2,5% undir lok spátímans.

Hægt hefur á hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu eftir miklar hækkanir í fyrra. Áætlað er að hægja muni á hækkunum á markaði, m.a. vegna aukins framboðs húsnæðis.

Óvissa vegna næsta árs

Launaþróun hefur að mestu verið í samræmi við spár en kaupmáttur launa hefur aukist umtalsvert síðustu ár. Í febrúar gafst kostur á að virkja endurskoðunarákvæði í kjarasamningum en ákveðið var að láta samningana halda. Stærstu samningar á vinnumarkaði verða lausir í lok árs eða í byrjun ársins 2019 og ríkir töluverð óvissa um samningana sem eru fram undan.

Heildarskuldir lágar í sögulegu samhengi

Staða á vinnumarkaði hefur verið sterk undanfarin ár. Á síðasta ári dró úr atvinnuleysi sem var 2,8% samanborið við 3% árið á áður og starfandi á vinnumarkaði fjölgaði um 1,8%. Á fyrsta ársfjórðungi fjölgaði starfandi um 1,6% sem er svipaður vöxtur og á síðasta ársfjórðungi.

Eftir því sem hægir á í hagkerfinu er gert ráð fyrir að spenna minnki á vinnumarkaði með minni fjölgun starfa og að atvinnuleysi þokist hægt upp á við. Í sögulegu samhengi eru heildarskuldir hagkerfisins sem hluti af vergri landsframleiðslu lágar eða um 205% samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands. Hlutfallið hefur ekki verið jafn lágt frá árinu 2003. Þó útlán til fyrirtækja og heimila hafi vaxið hægt síðustu ár virðist vöxtur útlána vera farinn að aukast.

Hér er hægt að lesa spána í heild

Hagstofan gaf síðast út þjóðhagsspá 23. febrúar og er næsta útgáfa ráðgerð í nóvember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK