Bindiskyldunni skipt í tvennt

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að breyta fyrirkomulagi bindiskyldu lánastofnana að því er segir í fréttatilkynningu. Bindiskyldunni verði skipt í tvo hluta, annars vegar fasta 1% bindingu sem ber enga vexti og hins vegar 1% bindingu af sama tagi og verið hefur og ber um þessar mundir 4% vexti.

„Þessum breytingum er ekki ætlað að breyta aðhaldi peningastefnunnar. Markmið þeirra er að draga úr kostnaði Seðlabankans af stórum gjaldeyrisforða á meðan jákvæður vaxtamunur gagnvart útlöndum er eins mikill og raun ber vitni, en án þess að raska aðhaldi og miðlun peningastefnunnar. Mat peningastefnunefndar er að breytingarnar uppfylli þessi skilyrði þar sem jaðarvextir á bindingunni verða áfram hinir sömu og á viðskiptareikningum bankanna í Seðlabankanum og meðaltalsbinding er áfram í gildi á helmingi hennar,“ segir enn fremur. 

Nýjar reglur um bindiskyldu taka gildi við byrjun næsta bindiskyldutímabils, fimmtudaginn 21. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK