Arion banki hefur stóraukið útlán til flutningastarfsemi

mbl.is/Eggert

Í nýrri útboðslýsingu sem gefin hefur verið út í kjölfar þess að ákveðið var að bjóða umtalsverðan hlut í Arion banka út og fleyta honum í kjölfarið á markað í kauphöllum hér á landi og í Svíþjóð kemur fram að bankinn hafi aukið útlán sín um 52,7 milljarða króna á síðasta ári. Þannig hafi útlánin farið úr ríflega 712 milljörðum í árslok 2016 í ríflega 765 milljarða um síðustu áramót. Nemur útlánaaukningin í krónum talið rétt ríflega 7,4% milli ára.

Þegar rýnt er í nánari útlistun á lánabók bankans kemur í ljós að á árinu 2017 jukust útlán til þess sem bankinn skilgreinir sem „flutningastarfsemi“ (e. transportation) um ríflega 10,4 milljarða króna eða 20% af allri útlánaaukningu bankans. Það vekur athygli þar sem hlutdeild útlána til þess málaflokks var aðeins 0,9% af lánabókinni í árslok 2016 en var komin í 2,2% um síðastliðin áramót. Þannig námu útlán til hans 16,8 milljörðum í árslok 2017, samanborið við rúma 6,4 milljarða í árslok 2016.

Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK