Seðlabankinn beri ábyrgðina einn

Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og einn af þremur höfundum skýrslunnar.
Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og einn af þremur höfundum skýrslunnar. mbl.is/Valli

Auka þarf ábyrgð Seðlabanka Íslands þannig að hann beri einn ábyrgð á þjóðhagsvarúð og eindavarúð í stað þess að hún skiptist á milli Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Þetta kemur fram í ellefu tillögum um umgjörð varúðartækja, endurbætt verbólgumarkmið, markvissari beitingu stjórntækja Seðlabankans og ákvörðunarferli peningastefnunnar. 

Á kynningu á skýrslunni í dag fór Ásgeir Jónsson hagfræðingur yfir helstu niðurstöður. Hann sagði að styrkja ætti að grundvöll peningastefnunnar með markvissari beitingu þjóðhagsvarúðar þannig að Seðlabankinn beri einn ábyrgð á fjármálastöðugleika með sama hætti og bankinn er nú einn í ábyrgð fyrir verðstöðugleika. Hins vegar fæli myntráð í sér óásættanlega áhættu fyrir fjármálastöðugleika og er því ekki mælt með þeirri leið í niðurstöðunum. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði fundargesti. Hún væntir þess að frumvarp verði lagt fram á næsta þingi. 

„Það liggur fyrir að af minni hálfu hefjist undirbúningur að því að skipa nefnd um endurskoðun laga um Seðlabankann þar sem við munum taka þessar tillögur til skoðunar. Þetta eru heilmiklar breytingar sem verið er að leggja til en ég vænti þess að frumvarp verði lagt fram á næsta þingi,“ sagði Katrín. 

Nefndin leggur meðal annars til að verðbólgumarkmið Seðlabankans undanskilji húsnæðisverð og að aðstoðarseðlabankastjórar verði tveir, annar með áherslu á fjármálastöðugleika og hinn með áherslu á hefðbundna peningastefnu. 

Nefnd um ramma peningastefnu var skipuð í mars 2017. Í nefndinni áttu sæti þrír hagfræðingar; Dr. Ásgeir Jónsson, formaður, Ásdís Kristjánsdóttir og Illugi Gunnarsson. Þá fékk nefndin erlenda sérfræðinga til að veita ráðgjöf. 

Hér má lesa skýrsluna í heild sinni

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK