Davíð kemur nýr inn í stjórn Haga

mbl.is/Eggert

Davíð Harðarson fjármálastjóri var kosinn í stjórn Haga á aðalfundi félagsins sem var haldinn í dag. Davíð er eini nýi stjórnarmaðurinn en aðrir voru kosnir til áframhaldandi setu. 

Davíð starfar sem fjármálastjóri Nordic Visitor og sem framkvæmdastjóri Magma hótels og situr hann jafnframt í stjórnum þeirra félaga. Hann var forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Nordic Visitor 2017, framkvæmdarstjóri rekstrar hjá Tommi's Burger Joint 2016 og fjármálastjóri Elkem Ísland 2013-2016.

Auk Davíðs skipa stjórnina Erna Gísladóttir, eigandi BL, Kristín Friðgeirsdóttir, doktor í rekstrarverkfræði, Sigurður Arnar Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Húsasmiðjunnar og Kaupáss, og Stefán Árni Auðólfsson, lögmaður hjá LMB lögmönnum. 

Á aðalfundinum var samþykkt tillaga um að greiða 1,2 milljarða í arð til hluthafa, eða sem nemur 1,024 krónum á hlut. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK