Verðbréfafélög högnuðust um 528 milljónir

Hagnaður verðbréfafyrirtækja nam samtals 528 milljónum á síðasta ári samanborið við 1.353 milljónir árið á undan. Þetta kemur fram í skýrslu Fjármálaeftirlitsins um heildarniðurstöður ársreikninga fjármálafyrirtækja.

Samdrátt hagnaðar á milli ára má að hluta til rekja til sameiningar verðbréfafyrirtækisins Virðingar og viðskiptabankans Kviku. Virðing átti stóran skerf í heildarhagnaði verðbréfafyrirtækja árið 2016. 

Mestur var hagnaðurinn hjá Fossum mörkuðum. Fyrirtækið hagnaðist um 272 milljónir á síðasta ári og námu eignir þess í lok árs 578 milljónum króna. Arctica Finance hagnaðist um 212 milljónir króna með eignir upp á tæplega 1,1 milljarð. 

Fossar og Arctica sköruðu fram úr öðrum verðbréfafyrirtækjum á árinu en næst á eftir kom T-plús með hagnað upp á 47 milljónir. Jöklar-Verðbréf hagnaðist um rúmar 16 milljónir króna, Íslenskir fjárfestar um 14 milljónir króna, ALM Verðbréf um 6 milljónir og Centra Fyrirtækjaráðgjöf um tæpar 5 milljónir.

Tvö verðbréfafyrirtæki töpuðu á árinu 2017. Arev-verðbréfafyrirtæki tapaði 9 milljónum og Íslensk verðbréf 36 milljónum. Samkvæmt samantekt FME höfðu Íslensk verðbréf flesta starfsmenn en þeir voru að meðaltali 23 samanborið við 22 hjá Arctica og 13 hjá Fossum. Starfsmenn verðbréfafyrirtækja voru að meðaltali 94 árið 2017. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK