Ari ráðinn markaðsstjóri Kynnisferða

Ari Steinarsson.
Ari Steinarsson. Ljósmynd/Aðsend

Ari Steinarsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Kynnisferða. Hann hefur undanfarin tvö ár starfað sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá fyrirtækinu. 

Ari hefur starfað við stafræna markaðssetningu síðustu 11 ár og unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins á þeim tíma, að því er kemur fram í tilkynningu frá Kynnisferðum. 

Hann stofnaði fyrirtækið Netráðgjöf árið 2007 og hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um stafræna markaðssetningu fyrir fyrirtæki og kennir auk þess stafræna markaðssetningu hjá Háskólanum í Reykjavík. Ari hefur m.a. starfað við stafræna markaðssetningu hjá TM software og var um tíma framkvæmdastjóri hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Reykjavik Sailors.

Ari stundar nú meistaranám í stafrænni markaðssetningu hjá Digital Marketing Institute. Hann er í sambúð með Írisi Ósk Hjaltadóttir og eiga þau þrjú börn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK