Fyrst kvenna í formannsstólnum

Elín M. Stefánsdóttir.
Elín M. Stefánsdóttir.

Elín M. Stefánsdóttir bóndi í Fellshlíð hefur tekið við stjórnarformennsku hjá Mjólkursamsölunni og verður jafnframt fyrsta konan til þess að gegna hlutverki stjórnarformanns hjá fyrirtækinu. 

Elín og eiginmaður hennar Ævar Hreinsson búa að Fellshlíð í Eyjafjarðarsveit og hafa verið bændur þar síðan 2002. Þau eiga 4 börn. Elín hefur setið í stjórn Auðhumlu og Mjólkursamsölunnar sl. 6 ár.

Breytingar urðu nýlega á fulltrúum Auðhumlu í stjórn Mjólkursamsölunnar í kjölfar aðalfundar Auðhumlu, sem er aðaleigandi MS, og hefur stjórn MS skipt með sér verkum. Ágúst Guðjónsson og Þórunn Andrésdóttir eru nýir aðalmenn í stjórn, en Þórunn var áður varamaður. Þau komu í stað Jóhannesar Torfasonar og Jóhönnu Hreinsdóttur, sem tók sæti í varastjórn. Þá var Björgvin R. Gunnarsson kosinn varamaður í stjórn í stað Sæmundar Jóns Jónssonar.

Egill Sigurðsson, sem verið hefur stjórnarformaður frá árinu 2008, mun sitja áfram í stjórn fyrirtækisins, auk þess að sitja í stjórn nýs dótturfélags MS um erlenda starfsemi. Egill er jafnframt formaður stjórnar Auðhumlu. Auk Elínar, Ágústs, Egils og Þórunnar, situr Þórólfur Gíslason í stjórn MS sem fulltrúi Kaupfélags Skagfirðinga og er hann varaformaður. Varamenn í stjórn Mjólkursamsölunnar eftir breytinguna eru Ásvaldur Þormóðsson, Björgvin R. Gunnarsson, Jóhanna Hreinsdóttir, Laufey Bjarnadóttir og Sigurjón Rúnar Rafnsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK