Gæði skila framleiðni í ferðaþjónustu

Erlendir ferðamenn í fjörunni við Jökulsárlón.
Erlendir ferðamenn í fjörunni við Jökulsárlón. mbl.is/RAX

Mælikvarðar á framleiðni í ferðaþjónustu, sem virðast augljósir við fyrstu sýn eins og til dæmis fjöldi ferðamanna sem fá afgreiðslu, ganga ekki upp þegar betur er að gáð. Þetta skrifar Hjörtur H. Jónsson, forstöðumaður áhætturáðgjafar hjá ALM verðbréfum, í pistli í ViðskiptaMogganum í dag.

Hjörtur segir að það sem geri afþreyingu í ferðaþjónustu ólíka ýmissi annarri þjónustu sé að um sé að ræða félagslegan atburð miklu frekar en efnahagslegan. Afþreying í ferðaþjónustu byggist yfirleitt á stöðugum persónulegum samskiptum starfsmanns og ferðamanns þar sem starfsmaðurinn framleiðir þjónustuna á staðnum og ferðamaðurinn neytir hennar jafn harðan.

„Ef leiðsögumaður sem ræður vel við tíu manns á sama tíma þyrfti til dæmis að sinna hundrað manns yrði örugglega enginn ánægður og ekki yrði mikið um viðskipti eftir það. Þetta styðja rannsóknir, sem sýna að til þess að afþreying í ferðaþjónustu nái árangri til lengri tíma þarf þjónustan að höfða til ferðamannsins,“ skrifar Hjörtur. 

Langtímastefna byggi á gæðum

Hjörtur H. Jónsson, forstöðumaður áhætturáðgjafar hjá ALM verðbréfum.
Hjörtur H. Jónsson, forstöðumaður áhætturáðgjafar hjá ALM verðbréfum.

Hann segir að einhverja framleiðniaukningu megi sækja með hagnýtingu upplýsingatækni og stækkun eininga í gegnum samruna eða skipulegt samstarf, þar sem til dæmis stjórnunar- og markaðskostnaður myndi þá lækka hlutfallslega auk þess sem auðveldara yrði að dreifa álagi, en það sé ólíklegt að slíkt dugi eitt og sér.

Líklegra er að þau fyrirtæki sem munu lifa af til lengri tíma séu fyrirtækin sem ná að auka gæði þjónustunnar og sækja þannig hærra verð, en lykillinn að því er hæft starfsfólk og áhersla á upplifun einstaklingsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK