Of miklar vinsældir flugs

mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Tilboð sem Flugfélagið Ernir hefur boðið félagsmönnum í verkalýðsfélögum á þeim stöðum sem félagið flýgur til undanfarin misseri, eru farin að „bíta það í bakið“, eins og Hörður Guðmundsson forstjóri félagsins lýsir því í samtali við ViðskiptaMoggann.

Vinsældir tilboðsins, sem hljóðar upp á að hægt er að kaupa flugmiða á 8.900 krónur, hafa verið svo miklar að miðarnir eru að verða of stór hluti af ódýrustu miðum félagsins.

„Við gerðum upphaflega ráð fyrir því að 10-15% af flugmiðunum yrðu á þessu verði, en þetta hefur verið svo vinsælt að fólk er að ganga sérstaklega í verkalýðsfélögin til að geta nýtt sér tilboðið,“ segir Hörður.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK