Rafmagnsreikningur heimilanna hækkar

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Meðalverð þeirrar orku sem Landsnet hefur samið um að kaupa á þriðja ársfjórðungi, vegna flutningstapa í kerfinu, hækkaði um 28% miðað við sama tímabil á síðasta ári. Kaupin eru gerð á grundvelli útboðs sem fram fór í apríl síðastliðnum.

Íris Baldursdóttir, framkvæmdastjóri kerfisstjórnunarsviðs Landsnets, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að þessi aukni raforkukostnaður endurspeglist í gjaldskrá flutningstapa, og sé til marks um að raforkuverð almennt sé að hækka. Til útskýringar segir Íris að um 10% af rafmagnsreikningi meðalheimilis séu vegna flutningsgjalda Landsnets. Brot af því gjaldi sé gjald fyrir flutningstöp. Því hafi þessi hækkun bein áhrif til hækkunar á rafmagnsreikningi heimila. „Við viljum vekja athygli á þessari miklu hækkun raforkuverðs á þessum árstíma, þegar verð hafa sögulega verið lægst, og varpa ljósi á þróun raforkuverðs sem er að koma fram í útboðum okkar.“

Spyr sig um samkeppnina

Íris segir að stöðugt þurfi að huga að því regluverki sem stuðli að samkeppni á markaði og spyr sig hvort eðlilegt jafnvægi sé á framboði og eftirspurn á almennum markaði. Hún segir að raforkuverðið hér á landi sé einnig hátt í alþjóðlegu samhengi. „Við höfum litið til Nordpool, stærsta raforkumarkaðar í Evrópu til samanburðar, og þar kemur í ljós að íslensku verðin voru hærri í níu mánuði af 12 á síðasta ári samanborið við verð á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum. Það sama er að gerast 2018, en það sem af er ári er íslenska orkan 12% umfram meðalverð Nordpool.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK