Skiptum á félagi Margeirs lokið

Margeir Pétursson, stofnandi MP Banka.
Margeir Pétursson, stofnandi MP Banka. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Gjaldþrotaskiptum á eignarhaldsfélaginu Útsær ehf. er lokið. Útsær var eitt af þeim félögum sem hélt utan um hlut Margeirs Péturssonar, fjárfestis og skákmeistara, í MP Banka. 

Lýstar kröfur á hendur þrotabúinu námu 590 milljónum króna en engar eignir fengust upp í kröfurnar, að því er kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingarblaðinu.

Samkvæmt upplýsingum frá skiptastjóra búsins kom gjaldþrotabeiðnin frá embætti tollstjóra vegna vangreiddra opinberra gjalda að fjárhæð 30 milljónir króna. 

Megnið af kröfunum var hins vegar tilkomið vegna lánveitinga frá sparisjóðnum Byr í október 2008. Lánin, sem voru að hluta til í jenum og Bandaríkjadölum, voru með tryggingu í bréfum í MP Banka. 

Árið 2011 var gengið að bréfunum og andvirði þeirra ráðstafað inn á skuldina. Þá stóð eftir krafa sem safnaði dráttarvöxtum og nam, eins og áður sagði, 590 milljónum króna þegar gjaldþrotaskiptum lauk.

Samkvæmt ársreikningum Útsjávar átti félagið 690 milljóna króna hlut í MP Banka árið 2008. Hluturinn lækkaði niður í 140 milljónir árið 2009 og aftur niður í 70 milljónir árið 2010. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK