Starfaði með Bill Gates og Steve Jobs

Ingvar hefur átt ótrúlegan feril í bandarísku tækni- og viðskiptalífi.
Ingvar hefur átt ótrúlegan feril í bandarísku tækni- og viðskiptalífi. mbl.is/Stefán Einar Stefánsson

Árið 1962 tóku ung hjón með tvö börn sig upp frá Kópavogi og fluttust til Fort Worth í Texas.

Á þeim tíma hefur þau ekki grunað að sonur þeirra ætti eftir að leggja stund á nám í flugvélaverkfræði við hinn virta Stanfordháskóla og feta í kjölfarið upp metorðastigann á vettvangi nokkurra stærstu tæknifyrirtækja heimsins.

Sonurinn heitir Ingvar Pétursson en hann lét fyrir skemmstu af starfi framkvæmdastjóra tækniþróunar og fjármála hjá Nintendo America. Hann hefur starfað náið með Bill Gates, stofnanda Microsoft, og Steve Jobs, stofnanda Apple. Sá síðarnefndi bauð Ingvari starf hjá tæknirisanum árið 1999. Boðið þáði hann ekki þar sem hann vann þá að uppbyggingu Corbis, sérstæðs fyrirtækis í eigu Gates, að því er fram kemur í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK