Merki Icelandic Lamb skráð í Kína

Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic Lamb.
Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic Lamb. Ljósmynd/Aðsend

Kínversk yfirvöld hafa samþykkt umsókn markaðsstofunnar Icelandic Lamb á merki hennar í Kína.

Merkið er nú skráð og verndað þar í landi. Sótt var um skráninguna í fyrra en merkið er þegar skráð og lögverndað á Íslandi. Unnið er að samskonar skráningu um allan heim, að því segir í tilkynningu.

Þar er bent á að fimm ár séu liðin síðan skrifað var undir fríverslunarsamning milli Íslands og Kína en sauðfjárhluti hans hafi enn ekki verið samþykktur.

Íslenskt lambakjöt hefur því enn sem komið er ekki verið flutt til Kína á grundvelli samningsins. Kínverjar eru um 1.400 milljónir og borða nærri fimm milljónir tonna af lamakjöti á ári, samkvæmt tilkynningunni. 

„Markaðsstofan Icelandic Lamb hefur unnið að undirbúningi á sölu á lambakjöti og öðrum sauðfjárafurðum til Kína. Haldnir hafa verið fundir með íslenskum og kínverskum stjórnvöldum og unnin hefur verið ítarleg úttekt á kínverska kjötmarkaðnum. Íslenskir embættismenn vinna einnig hörðum höndum að fullgildingunni og síðasta haust kom hingað sendinefnd frá kínverskum stjórnvöldum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK