Í vaxtargír eftir endurskipulagningu

HSBC stefnir á vöxt á næstu árum.
HSBC stefnir á vöxt á næstu árum. AFP

Nýr framkvæmdastjóri fjármálarisans HSBC stefnir á vöxt hjá félaginu eftir miklar skipulagsbreytingar þar sem tugþúsundum var sagt upp störfum og bankinn dró sig út af fjölda markaða.

Þetta kemur fram í frétt AFP en þar segir að John Flint, sem tók við af Stuart Gulliver í febrúar, ætli að fjárfesta fyrir 15 til 17 milljarða bandaríkjadala í vexti og tækniverkefnum. 

„Eftir tímabil endurskipulagningar er tími fyrir HSBC til að fara aftur í vaxtar-gírinn,“ sagði Flint í yfirlýsingu til fjölmiðla. „Næsti fasi er hraðari vöxtur á sterkari sviðum okkar, sérstaklega í Asíu,“ sagði hann.

Flint sagði að næstu tvö árin stefni bankinn á að snúa við rekstrinum í Bandaríkjunum og auka hlut sinn í fasteignalánum til einstaklinga í Bretlandi. Bankinn var stofnaður í Hong Kong og Shanghai árið 1865 en hefur verið með höfuðstöðvar í Bretlandi síðan 1992.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK