Mótmæla þjónustuskerðingu

Afgreiðslutími Arion banka á Blönduósi hefur verið styttur og því …
Afgreiðslutími Arion banka á Blönduósi hefur verið styttur og því mótmælir sveitarstjórnin. mbl.is/Eggert

Sveitarstjórn Blönduósbæjar mótmælir harðlega skertri þjónustu Arion-banka á Blönduósi, en opnunartími útibúsins var styttur þann 5. júní síðastliðinn.

Nú er útibú bankans á Blönduósi opið frá 10-12 og frá 12:30-15 alla virka daga, en áður var afgreiðslutíminn frá 9-16.

Í ályktun sveitarstjórnar, sem samþykkt var samhljóða, segir að sveitarstjórn telji þessar breytingar ekki samræmast stefnu Arion-banka um samfélagsábyrgð, en þar segir að bankinn setji sig í spor viðskiptavina og leitist stöðugt við að gera betur í dag en í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK