Öllum Víðisverslunum lokað

Allt slökkt og harðlæst. Víðisverslanirnar fimm hafa verið lokaðar síðan …
Allt slökkt og harðlæst. Víðisverslanirnar fimm hafa verið lokaðar síðan á fimmtudag. mbl.is/Árni Sæberg

Öllum Víðisverslunum hefur verið lokað og engin svör fást frá stjórnendum fyrirtækisins um ástæður þess og hvort fyrirtækið stefni í gjaldþrot. Stór birgir verslunarkeðjunnar segir eitthvað hafa borið á vanskilum hjá versluninni undanfarna mánuði og hefur áhyggjur af því að á annan tug milljóna bundið í ferskri matvöru liggi undir skemmdum á meðan búðin sé lokuð.

Víðisverslanirnar fimm hafa verið lokaðar síðan á fimmtudag og segir í gluggum verslunarinnar að það sé vegna breytinga. Eigendur verslunarinnar hafa ekki svarað ítrekuðum símtölum mbl.is og hafa einhverjir starfsmenn verslunarinnar sagt frá því á samfélagsmiðlum að þeir hafi mætt til vinnu og komið að læstum dyrum, og enginn hafi látið þá vita af lokuninni.

Í samtali við mbl.is segir Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs VR, að einhverjir starfsmanna Víðis hafi leitað til stéttarfélagsins og leitað upplýsinga um hvað sé í gangi. VR hafi því sent fyrirspurn til Víðis en engin svör fengið um hvort lokunin sé varanleg eða tímabundin.

Ekkert bendir til annars en að starfsmenn hafi fengið greidd laun um síðustu mánaðamót að sögn Bryndísar og hún segir rétt starfsmanna alveg skýran upp á að þeir eigi að fá uppsagnarfrest greiddan hjá fyrirtækinu, sé um gjaldþrot að ræða. 

„Við þurfum að skoða hvað er búið að eiga sér stað. Réttur starfsmanna er alveg skýr hvað það varðar að þú getur ekki bara skellt í lás,“ segir Bryndís. „Við pössum upp á að okkar félagsmenn fái laun ef það verður ekki staðið við það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK