Svisslendingar segja nei við þjóðpeningum

Bankarnir í Sviss voru lítt hrifnir af hugmyndinni.
Bankarnir í Sviss voru lítt hrifnir af hugmyndinni. AFP

Að lokinni talningu á sunnudag var ljóst að þrír af hverjum fjórum svissneskum kjósendum hefðu hafnað róttækri tillögu um að innleiða svk. þjóðpeningakerfi.

Tillagan, sem kosið var um í þjóðaratkvæðagreiðslu, kvað á um að heimila aðeins seðlabanka Sviss að koma peningum í umferð en meina almennum bönkum um að geta skapað nýja peninga með því einu að merkja í kerfum sínum að innistæða sé á reikningi lántakenda.

Niðurstaðan þykir góðar fréttir fyrir svissneska bankageirann sem hefur beitt sér af krafti gegn tillögunni og varað við að þjóðpeningakerfi geti komið hagkerfi landsins í uppnám.

FT hefur eftir sérfræðingum á sviði peningamála að sú staðreynd að tæpur fjórðungur kjósenda samþykkti tillöguna bendi til þess að áhugi sé til staðar hjá almenningi að gera róttækar breytingar á peninga- og bankakerfinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK