Umdeildur búnaður í fjölda dísilbíla Daimler

AFP

Þýska bifreiðaeftirlitið, KBA, hefur fundið fimm tegundir af „ólöglegum lokunarbúnaði“ í bílum Daimler sem m.a. framleiðir Mercedes-Benz bifreiðar og hópferðabíla. Bild am Sonntag greindi frá þessu í gær. 

Að sögn KBA má finna búnaðinn, sem hefur áhrif á mengunarmælingar, í megninu af þeim dísilbílum Daimler sem hannaðir eru til að fullnægja kröfum Euro 6 útblástursstaðalsins og gæti vandinn því náð til um það bil milljón ökutækja.

Talsmaður Daimler sagði að fyrirtækið myndi ekki tjá sig um frétt Bild am Sonntag. Sagði hann jafnframt að bílaframleiðandinn hefði sýnt stjórnvöldum fullan samstarfsvilja við rannsókn málsins og að Daimler væri ósammála því mati KBA að lokunarbúnaðurinn sem um ræðir stangaðist á við lög. ai@mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK