Opna skyrverksmiðju í Rússlandi

Ísey-skyr í rússneskum umbúðum.
Ísey-skyr í rússneskum umbúðum. Ljósmynd/Aðsend

MS, í samstarfi við Kaupfélag Skagfirðinga og Icepro, mun á morgun opna nýja verksmiðju í rússnesku borginni Veliky Novgorod. Verksmiðjan mun framleiða hið hefðbundna Ísey-skyr.

Þetta staðfesti Sigurður Bjarnason, einn eigandi Icepro, í samtali við mbl.is í dag. Icepro er fyrirtæki í Rússlandi sem er í eigu íslenskra og rússneskra fjárfesta.

Verksmiðjan verður opnuð með formlegri athöfn á morgun og mun sendinefnd frá Íslandi verða viðstödd.

Í sendinefndinni eru meðal annars Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi, Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, auk stjórnenda MS og Kaupfélags Skagfirðinga.

Sigurður segir undirbúninginn hafa staðið yfir lengi og að mikil spenna og bjartsýni ríki fyrir opnun verksmiðjunnar. Hann hafi fundið fyrir miklum áhuga Rússa á íslensku skyri enda sé um að ræða nýjan vöruflokk þar í landi.

Sagt var frá því í lok maí að MS hafi skrifað undir samning við stórt japanskt fyrirtæki um framleiðslu Ísey-skyrs.

Ísey-skyr í rússneskum umbúðum.
Ísey-skyr í rússneskum umbúðum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK