Vefpressan gjaldþrota

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson. mbl.is/Árni Sæberg

Vefpressan ehf. hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. maí var bú félagsins tekið til gjaldþrotaskipta og skiptastjóri skipaður yfir því.

Skorað er á alla þá sem telja til skulda eða annarra réttinda á hendur búinu að lýsa kröfum sínum fyrir undirrituðum skiptastjóra í búinu innan tveggja mánaða, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu. Skulu þær sendar skiptastjóra að Laugavegi 7, 101 Reykjavík.

Vefpressan átti áður DV, Pressuna og Eyjuna en þessi félög voru seld til Frjálsrar fjölmiðlunar, sem er í eigu Sig­urðar G. Guðjóns­son­ar hæsta­rétt­ar­lög­manns, í september. Kaupverðið var á sjötta hundrað milljónir króna. Engum var sagt upp störfum við kaupin, en Björn Ingi Hrafnsson, framkvæmdastjóri Pressunnar, lét af störfum.

Skiptafundur búsins verður fimmtudaginn 23. ágúst kl. 10:30.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK