Verslunarstörf að verða „karlastörf“

Fólk á ferðinni í H&M í Kringlunni.
Fólk á ferðinni í H&M í Kringlunni. mbl.is/Ófeigur

Verslunarstörf eru smám saman að verða „karlastörf“, ef marka má þróunina milli áranna 2015 og 2016.

Þá fjölgaði körlum í verslunarstörfum um 1.500 á meðan konum fækkaði um 100. Alls fjölgaði því í starfsstéttinni um 1.400 manns frá árinu áður eða sem nam 6%.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar sem gilda til ársins 2017.

Árið 2016 var heildarvelta í smásöluverslun 429,7 milljarðar króna og jókst um 7,9% frá árinu áður. Árlegur vöxtur í veltu smásöluverslunar hefur ekki verið meiri frá hruni.

Árið 2016 var heildarhlutur verslunar í landsframleiðslu 9,8%, sem er hærra hlutfall en hefðbundins iðnaðar og einnig hærra en sjávarútvegs að meðtaldri vinnslu afurða, samkvæmt tilkynningunni.

Mest velta í íslenskri smásöluverslun er í flokki stórmarkaða og dagvöruverslana og nam hún árið 2016, 211,4 milljörðum kr. eða sem nemur 49,2% af heildarveltu íslenskrar smásölu.

Í árslok 2016 voru 2.236 smásölufyrirtæki í landinu samkvæmt skráningu Hagstofu Íslands. Það eru 22 fyrirtækjum færri en ári áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK