Atvinnuleysi minnkar áfram

Atvinnuleysi minnkaði í maí.
Atvinnuleysi minnkaði í maí. mbl.is/Valdís Þórðardóttir

Skráð atvinnuleysi í maí var 2,2%, eða 4.090 manns að jafnaði og minnkaði um 0,1% frá aprílmánuði.

Að meðaltali fjölgaði um 494 á atvinnuleysisskrá m.v. maí í fyrra, en þá mældist skráð atvinnuleysi 1,9%. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Vinnumálastofnunar (VMST) sem birt var á vef hennar í fyrradag.

„Atvinnuleysi minnkaði frá apríl til maí og við eigum von á að það gæti jafnvel minnkað niður í 2% í júní. Við búumst við að atvinnuleysi haldi áfram að minnka, en þó hægar en búist var við,“ segir Vignir Hafþórsson, sérfræðingur VMST, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að árstíðabundnar sveiflur hefðu sín áhrif, en jafnan væri atvinnuleysi minna á sumrin en t.d. í janúar og febrúar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK