Bréf Arion hækka um 20% frá útboði

Arion banki fór á markað í morgun.
Arion banki fór á markað í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Í dag klukkan 9:30 að íslenskum tíma og 11:30 að sænskum tíma var opnað fyrir viðskipti með bréf Arion banka í íslensku og sænsku kauphöllinni, en í frumútboði á hlutabréfum í bankanum voru seld bréf fyrir 39 milljarða.

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, opnaði formlega fyrir viðskiptin í höfuðstöðvum Arion banka að viðstöddum fjölda starfsmanna og forstjóra Kauphallarinnar.

Viðskipti hafa farið rólega af stað og eftir tæplega klukkustund höfðu viðskipti átt sér stað fyrir 32 milljónir.

Í frumútboðinu var verð á hvern hlut 75 krónur, en er sem stendur í 90 krónum á hlut. Áttu fyrstu viðskipti sér stað í 86 krónum, en hækkuðu svo upp í 90 krónur. Samkvæmt því hafa bréf fyrirtækisins hækkað um 20% strax í fyrstu viðskiptum á markaði.

Starfsfólk Arion fylgdist með formlegri opnun í Kauphöllinni í morgun.
Starfsfólk Arion fylgdist með formlegri opnun í Kauphöllinni í morgun. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK