Um 17-18% íbúa í leiguhúsnæði

Hlutfallslega eru fleiri á leigumarkaði í Reykjanesbæ en í öðrum …
Hlutfallslega eru fleiri á leigumarkaði í Reykjanesbæ en í öðrum sveitarfélögum á landinu. mbl.is

Jafnhátt hlutfall íbúa á landsbyggðinni leigir húsnæði og á höfuðborgarsvæðinu eða um 17-18% íbúa. Samkvæmt nýrri greiningu hagdeildar Íbúðalánasjóðs er stærra hlutfall íbúa á leigumarkaði á Akureyri, Akranesi, í Borgarbyggð og Reykjanesbæ en á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði.

Leigumarkaðsdeild Íbúðalánasjóðs lét Zenter framkvæma könnun fyrir sjóðinn í febrúar á þessu ári. Í þeirri könnun voru landsmenn spurðir hvað lýsti búsetu þeirra best. Af íbúum höfuðborgarsvæðisins sögðust 70% búa í eigin húsnæði, 18% á leigumarkaði, 10% í foreldrahúsum og tæp 2% sögðu ekkert þessara valkosta eiga við.

Á landsbyggðinni voru niðurstöður svipaðar, en þar sögðust 74%  búa í eigin húsnæði, 17% á leigumarkaði, 8% í foreldrahúsum og 2% sögðu ekkert eiga við.

Niðurstöður úr könnun Zenter fyrir leigumarkaðsdeild Íbúðalánasjóðs.
Niðurstöður úr könnun Zenter fyrir leigumarkaðsdeild Íbúðalánasjóðs. Mynd/Íbúðalánasjóður

Hlutfallslega flestir í Reykjanesbæ

Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum var staða leigumarkaðar sérstaklega rædd vegna þeirrar stöðu sem er á höfuðborgarsvæðinu, ekki síst í Reykjavík. Leigumarkaðurinn er þó hlutfallslega stærri í ýmsum sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins samkvæmt leigumarkaðsdeild Íbúðalánasjóðs.

Þegar litið er til fjölda þinglýstra leigusamninga kemur bersýnilega í ljós að Reykjanesbær er með langstærsta hlutfall sinna íbúa í leiguhúsnæði eða um 13,4%. Þá eru rúmlega 9% íbúa Akureyrar og Akraness í leiguhúsnæði, á meðan eru önnur sveitarfélög á bilinu 3,2-7,1%.

Ef leigumarkaðurinn er metinn á grundvelli fjölda þiggjenda húsnæðisbóta kemur í ljós að Reykjanesbær er enn með stærsta hlutfallið eða 9,8% og í öðru sæti er Akureyri með 9,3%. Nokkuð óvænt kemur Ísafjarðarbær í því þriðja með 8,7%, en þar eru aðeins um 5% íbúa með þinglýstan leigusamning.

Mynd/Íbúðalánasjóður
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK