Fruminnherjar keyptu fyrir 56 milljónir

Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri keypti fyrir 15 milljónir.
Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri keypti fyrir 15 milljónir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjö stjórnendur Arion banka sem falla undir fruminnherja, auk maka bankastjóra Arion banka, keyptu samtals 755 þúsund bréf í bankanum í hlutafjárútboði hans sem lauk nú í gær. Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri og Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, voru stærstu kaupendurnir með 200 þúsund bréf á mann.

Samtals námu kaup fruminnherjanna 56,65 milljónum króna, en bréfin voru keypt á genginu 75 kr/hlut, sem var lokaverð útboðsins. Allir keyptu bréfin í eigin nafni nema Lýður Þór Þorgeirsson, framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs, sem keypti bréfin í gegnum einkahlutafélagið LTT ehf. Samkvæmt tilkynningum til Kauphallar á enginn þessara fruminnherja kauprétt að frekari hlutabréfum.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að eftirtaldir fruminnherjar hafi keypt bréf í bankanum í útboðinu:

Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs: 200.000 hlutir – 15 milljónir króna

Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri: 200.000 hlutir – 15 milljónir króna

Måns Höglund stjórnarmaður: 100.000 hlutir – 7,5 milljónir króna

Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs: 97.333 hlutir – 7,3 milljónir króna

Lýður Þór Þorgeirsson, framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs og starfandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs: 66.666 hlutir – 5 milljónir króna

Eva Nanny Christina Cederbalk, formaður stjórnar bankans: 49.333 hlutir – 3,7 milljónir króna.

Rakel Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs: 20.000 hlutir – 1,5 milljónir.

Gísli Sigurbjörn Óttarsson, framkvæmdastjóri áhættustýringarsviðs: 20.000 hlutir – 1,5 milljónir.

Sigríður Ólafsdóttir, eiginkona bankastjóra: 2.000 hlutir – 150 þúsund krónur

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK