„Slæmar fréttir fyrir bifreiðakaupendur“

Lager nýrra bíla í Sundahöfn.
Lager nýrra bíla í Sundahöfn. mbl.is/Árni Sæberg

„Ef stjórnvöld gera ekkert í breytingum á vörugjöldum bifreiða fyrr en við gerð fjárlagafrumvarps á haustþingi, þá mun væntanlega ekkert gerast fyrr en um áramót og það eru slæmar fréttir fyrir bifreiðakaupendur,“ segir Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins.

„Við höfum miklar áhyggjur af tímanum sem þetta tekur. Það á ekki að þurfa að taka marga mánuði að leiðrétta vörugjöld og uppfylla kröfu Evrópusambandsins um að breytingar á aðferðafræði við mælingar á útblæstri bíla lendi ekki á kaupendum. Það var ekki tilgangur breytinganna heldur að fá betri og nákvæmari mælingar á útblæstri og mikil synd að stjórnvöld skuli ekki bregðast nógu hratt við,“ segir Jón Trausti í fréttaskýring um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Hann bætir við að bifreiðasalar og bifreiðakaupendur séu orðnir órólegir enda séu nýjar mælingatölur frá bifreiðaframleiðendum farnar að berast með tilheyrandi hækkunum og slíkt eigi eftir að aukast í lok sumars. Jón Trausti segir kaupendur nota tækifærið og kaupa bifreiðir sem nú þegar eru til á landinu en haldi að sér höndum þegar kemur að sérpöntunum. „Það vill enginn panta bifreið án þess að vita hvað hún mun kosta þegar hún kemur til landsins.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK