Bera ábyrgð á þriðjungi seinkana

Verkföll eru tíðari í Frakklandi en víðast annars staðar í …
Verkföll eru tíðari í Frakklandi en víðast annars staðar í Evrópu. AFP

Um þriðjungur allra seinkana á flugi í Evrópu er vegna verkfalla franskra flugumferðarstjóra og úr sér gengnum búnaði sem þeir hafa yfir að ráða í starfi, samkvæmt frétt Le Parisien.

Alls voru franskir flugumferðarstjórar 254 daga í verkfalli á tímabilinu 2004 til ársins 2016. Grísk starfssystkini þeirra eru númer tvö á listanum með 46 verkfallsdaga á sama tímabili, Ítalía með 37 daga og þýskir flugumferðarstjórar voru fjóra daga í verkfalli á þessum árum.

Hver verkfallsdagur í Frakklandi hefur miklu meiri áhrif á evrópska flugumferð en verkföll annarsstaðar í álfunni, segir Vincent Capo-Canellas, sem er einn höfunda nýrrar skýrslu um flugumferð í Evrópu og LeParisien fjallar um í dag.

AFP

Á hverju ári kosta franskir flugumferðarstjórar flugfélög 300 milljónir evra með aðgerðum sínum segir Capo-Canellas. 

„Við stöndum nágrönnum okkar að baki,“ segir hann en Frakkar hafa eytt yfir tveimur milljörðum evra í að nútímavæða flugumferðarstjórn landsins frá árinu 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK