12 mánaða hækkun íbúðaverðs mælist 4,6%

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,1% milli mánaða í …
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,1% milli mánaða í maí. mbl.is/Ómar Óskarsson

Vísitala íbúðaverðs hefur nú hækkað um 4,6% undanfarna 12 mánuði. Áfram hægir á 12 mánaða hækkunartakti íbúðaverðs og hefur hann ekki mælst minni síðan í mars 2013 eða í rúmlega fimm ár.

Í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði kemur fram að vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,1% milli mánaða í maí samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár Íslands. Verð fjölbýlis hækkaði um 0,4% milli apríl og maí og sérbýli hækkaði í verði um 2,8% milli mánaða. „Svo mikil hækkun á sérbýli hefur ekki sést á milli mánaða síðan í mars 2017 en þá hækkaði verð á sérbýli um 3,3% á milli mánaða,“ segir í tilkynningu.  

Þá var 703 kaupsamningum um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu þinglýst í maí. Á fyrstu fimm mánuðum ársins var samtals 2.920 kaupsamningum þinglýst á svæðinu sem er nánast á pari við sama tímabil síðasta árs en þá var 2.904 samningum þinglýst.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK