Fjárfestar skjálfa á beinum

AFP

Mikill skjálfti er á hlutabréfamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag eftir að forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, kom með enn eina hótunina um frekari tolla á kínverskar vörur. Stjórnvöld í Peking vara bandarísk yfirvöld við því að gripið verði til gagnráðstafana.

Trump segir að hann hafi óskað eftir því við viðskiptanefnd fulltrúadeildarinnar að benda á innflutningsvörur sem metnar eru á 200 milljarða Bandaríkjadala sem hægt væri að leggja aukna tolla á. Hann segir að ef Kínverjar svari í sömu mynt verði bætt í með því að setja tolla á vörur fyrir aðra 200 milljarða dala.

Fjárfestar máttu ekki við miklu í dag eftir að ríkin tvö tilkynntu á föstudag um tolla sem lagðir yrðu á innflutning. Trump tilkynnti að settur yrði 25% tollur á vörur frá Kína. Þær vörur sem tollarnir ná til eru að verðmæti um 50 milljarðar Bandaríkjadala. Skömmu eftir að Trump tilkynnti þetta sendu kínversk yfirvöld frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að Kínverjar myndu svara í sömu mynt. 

Í Tókýó lækkaði Nikkei-hlutabréfavísitalan um 1,8% í morgun og Hang Seng-vísitalan lækkaði um 3,2% í Hong Kong. Í Sjanghaí nemur lækkunin 3,8%. Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa lækkað um 1-2% það sem af er degi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK