Ísland bætir sig í stafrænni samkeppnishæfni

Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Mynd/mbl.is

Ísland hækkar um tvö sæti í úttekt IMD viðskiptaháskólans á stafrænni samkeppnishæfni og fer úr 23. sæti í 21. sæti og hefur því hækkað um sex sæti á listanum frá árinu 2014. Þetta eru gleðitíðindi á tímum fordæmalausra tæknibreytinga og stafrænnar þróunar og er jákvætt í ljósi þess að heildarsamkeppnishæfni Íslands dvínaði samkvæmt úttekt í maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viðskiptaráði Íslands.

Stafrænni samkeppnishæfni er skipt í þrjá meginþætti. Það eru þekking, tækni og framtíðar viðbúnaðar (e. Future readiness).

Bandaríkin eru í efsta sæti listans í þetta skiptið og höfðu sætaskipti við Singapúr sem fellur niður í annað sæti. Í 2. – 7. sæti eru Norðurlöndin ásamt Sviss. Í tilkynningu Viðskiptaráðs segir að þetta sé áhyggjuefni í ljósi þess að Ísland vilji almennt bera sig saman við Norðurlöndin og að niðurstöðurnar gefi til kynna að Ísland standi ekki jafn vel að vígi þegar kemur að fjórðu iðnbyltingunni og þau.

„Vissulega eru það gleðitíðindi að Ísland feti upp listann en þó svekkjandi að sjá okkur svo langt á eftir nágrannaþjóðum okkar sem raða sér í efstu sætin. Ef við ætlum að auka verðmætasköpun í landinu og treysta ekki einvörðungu á núverandi grunnstoðir þá er þekking og færni á sviði stafrænnar tækni og gervigreindar lykilatriði. Þetta er ekki spurning um að kunna á snjallsímaforrit og geta verslað á netinu.Þetta spurning um að tryggja að atvinnulífið, hið opinbera og mennta- og skólakerfið sé samstillt um að gera Ísland að aðdráttarafli fyrir alþjóðleg tæknifyrirtæki í hvaða geira sem það kann að vera, þar sem innviðir, rekstrarumhverfi, færni og þekking styðja við nýsköpun og framþróun,“ er haft eftir Ástu S. Fjeldsted, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK