María Jóna ráðin framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins

María Jóna Magnúsdóttir.
María Jóna Magnúsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

María Jóna Magnúsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Hún tekur við starfinu af Özuri Lárussyni sem lætur senn af störfum.

Í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu segir að María hafi starfað í bílgreininni í tæpa tvo áratugi, nú síðast sem framkvæmdastjóri viðskiptatengsla og síðar framkvæmdastjóri sölusviðs Heklu.

Áður var María yfirmaður viðskiptatengsla hjá Toyota ásamt því sem hún var sérfræðingur og verkefnastjóri við innleiðingu straumlínustjórnunar hjá Arion banka. María útskrifaðist með MS.c. í fjármálum og stefnumótun frá Copenhagen Business School árið 2012 og áður með BS.c í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. María hefur þegar hafið störf hjá Bílgreinasambandinu.

Bílgreinasambandið er samtök atvinnurekenda í sölu ökutækja, vöru og þjónustu þeim tengdum. Í dag eru 155 aðildafélagar að sambandinu þ.e. almenn bílaverksæði, bílasölur, bílaumboð, hjólbarðaverkstæði, málningar- og réttingaverkstæði, ryðvarnarstöðvar, smurstöðvar, varahlutasalar og aðrir þjónustuaðilar í bílgreininni. Hér á landi starfa um fjögur þúsund manns í bílgreininni, að því er kemur fram í fréttatilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK