Flýta fyrsta flugi vegna eftirspurnar

Photo: Wizz Air.
Photo: Wizz Air.

Ungverska lággjaldaflugfélagið Wizz Air hefur ákveðið að hefja áætlunarflug til Íslands frá Vín fyrr á næsta ári en til stóð vegna mikillar eftirspurnar. Þetta kemur fram á vef Túrista. 

Upphaflega var jómfrúarferðin til Keflavíkurflugvallar á dagskrá í lok mars, þegar sumaráætlunin fyrir árið 2019 hefst, en henni hefur verið flýtt til 16. febrúar. Í svari flugfélagsins, við fyrirspurn Túrista, segir að ástæðan fyrir þessu sé einfaldlega sú að spurn eftir flugi milli Vínarborgar og Reykjavíkur hafi verið mikil. „Við erum ánægð með að geta hleypt flugleiðinni af stokkunum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir,“ segir jafnframt í svarinu.

Í sumar verður úrvalið af flugferðum héðan til Austurríkis helmingi minna en áður. Skrifast það á brotthvarf FlyNiki en rekstur þessa austurríska flugfélags stöðvaðist í vetur þegar móðurfélagið, hið þýska Airberlin, varð gjaldþrota.

FlyNiki hafði um árabil boðið upp næturflug frá Keflavíkurflugvelli yfir sumarmánuðina í samkeppni við leiguflugfélagið Austrian Holidays. Það síðarnefnda er nú eitt um flugleiðina en sinnir henni aðeins fram í ágúst og þá leggst af allt beint flug héðan til Austurríkis. Um jólin hefjast svo vikulegar ferðir WOW air með skíðaáhugafólk til Salzburg en engar ferðir hafa verið í boði til Vínarborgar yfir vetrarmánuðina.

Frétt Túrista

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK