Sjóðir í stýringu Arion fjárfestu í bankanum

mbl.is/Eggert

fjármálamarkaður Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem er í stýringu hjá Arion banka, fékk úthlutað 8 milljónum bréfa í bankanum, sem jafngildir 0,4% í heildarhlutafé bankans, í frumútboði sem lauk í síðustu viku. Virði hlutarins, miðað við gengi á bréfum bankans við lok markaða í gær, nam 685 milljónum króna. Það jafngildir ríflega 0,3% af heildareignum sjóðsins, sem um síðustu áramót reyndust rúmir 210 milljarðar króna.

Eftirlaunasjóður félags íslenskra atvinnuflugmanna, sem einnig er í stýringu hjá Arion banka, tryggði sér 450 þúsund hluti í bankaútboðinu. Virði hlutarins nemur 38,5 milljónum króna. Svarar það til 0,1% af eignum sjóðsins, sem um síðustu áramót voru 34,4 milljarðar króna.

Samkvæmt upplýsingum frá Brú lífeyrissjóði, sem er áttundi stærsti lífeyrissjóður landsins, með heildareignir upp á ríflega 190 milljarða, á sjóðurinn engin hlutabréf í Arion banka.

ViðskiptaMogginn hefur ítrekað óskað eftir aðgangi að uppfærðum hluthafalista Arion banka á síðustu dögum. Bankinn hefur ekki getað orðið við þeirri beiðni og bent á að nýr listi sé ekki tilbúinn. Samkvæmt svörum frá bankanum verður listinn tilbúinn í dag, fimmtudag, og þá verður gerður aðgengilegur listi yfir þá hluthafa sem eiga 1% eða meira í bankanum. ses@mbl.is

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK