Samkomulag um stuðning við netmiðla

Mette Bock menningarmálaráðherra Danmerkur.
Mette Bock menningarmálaráðherra Danmerkur. Af Wikipedia

Nýtt samkomulag sem ríkisstjórn Danmerkur og Danski þjóðarflokkurinn náðu í nótt á að auðvelda rekstur netfréttamiðla í framtíðinni.

„Ríkisstuðningur mun ekki bjarga fjölmiðlum í Danmörku, því það eru nokkrir mun stærri kraftar að verki, en við getum tryggt ákveðið umhverfi til að vinna með blaðamennskuna með nýjum hætti,“ sagði Mette Bock, menningarmálaráðherra í nótt eftir að samkomulagið var í höfn. Á hún þar við að samkvæmt samkomulaginu verða netmiðlar undanþegnir virðisaukaskatti.

Ítarlega er fjallað um málið á vef danska ríkisútvarpsins.

Samkomulagið tekur á ýmsum öðrum hlutum. Til að styrkja landsbyggðina hefur t.d. verið ákveðið að flytja Radio24syv frá Kaupamannahöfn til Vestur-Danmerkur. 

Samkomulagið nær til tímabilsins 2019-2023. Hlutverk þess er m.a. að gera rekstararumhverfi netmiðlanna auðveldara til að takast á við samkeppni frá fyrirtækjum á borð við Google, Facebook og Netflix, segir í frétt danska ríkisútvarpsins. 

Hér má lesa um helstu atriði samkomulagsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK