Hótelþorp við Stöðvarfjörð

Heyklif við Stöðvarfjörð.
Heyklif við Stöðvarfjörð. Ljósmynd Alexander Efanov

Hópur fjárfesta með aðsetur í Mónakó er að láta hanna hótelþorp við Heyklif við Stöðvarfjörð.

Alexander Efanov, framkvæmdastjóri verkefnisins, segir hugmyndina þá að byggja gistiskála fyrir vandláta, sem falla vel inn í landslagið. Þá verði byggt 40 herbergja hótel og á annan tug smáhýsa. Benda teikningar til framúrstefnulegrar hönnunar í þorpinu.

Alexander telur raunhæft að fyrsti áfangi hótelþorpsins verði tekinn í notkun árið 2020. Byggingarnar verði reistar í áföngum.

Heyklif við Stöðvarfjörð.
Heyklif við Stöðvarfjörð. Ljósmynd Alexander Efanov

Hann segir kostnað við verkefnið ekki liggja fyrir. Miðað við umfangið má ætla að það kosti yfir milljarð.

Verkefnið er meðal annars unnið í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið BEKA sem komið hefur að byggingu hótela við Jökulsárlón og Mývatn.

Alexander segir hér farnar nýjar leiðir í ferðaþjónustu á Íslandi. Áhersla verði lögð á að gestir gistiskálanna upplifi sig eina í náttúrunni. Markmiðið sé að fá fólk til að dvelja í nokkra daga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK