Hafa þurft að aflýsa 700 flugferðum

Photo: SAS

Skandinavíska flugfélagið SAS hefur þurft að aflýsa um 700 flugferðum á síðustu þremur mánuðum vegna skorts á starfsfólki á háannatíma.

Samkvæmt frétt ABC Nyheter hefur flugferðum verið aflýst vegna stöðu mála hjá samstarfsflugfélögum, City Jet og SAS Ireland (SAIL). Vegna manneklu hjá þessum tveimur flugfélögum hefur móðurfélagið (SAS) þurft að annast flugferðir fyrir þau og áhafnir neyðst til þess að vinna í leyfum.

ABC greinir frá því að 26 flugmenn hjá SAS Ireland hafi skrifað undir bréf til stjórnenda flugfélagsins þar sem þeir kvarta undan vinnuaðstæðum. Troels Karlskov, almannatengill hjá SAS, staðfestir þetta. 

Karlskov segir að flugfélagið harmi að hafa þurft að aflýsa flugferðum en vill ekki tjá sig um hvort rétt sé að það tengist stöðunni hjá SAIL og City Jet.

Frétt ABC Nyheter

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK