Kit Kat-stangirnar fjórar ekki vörumerki

Nestlé heldur því fram að stangirnar fjórar séu svo einstakar …
Nestlé heldur því fram að stangirnar fjórar séu svo einstakar að þær fullnægi skilyrðum um vörumerkjavernd. mbl.is/Alexander

Evrópudómstóllinn hefur vísað frá áfrýjun súkkulaðiframleiðandans Nestlé, sem framleiðir súkkulaðistangirnar Kit Kat.

Í rúman áratug hefur svissneska fyrirtækið unnið að því að fá kexstangirnar fjórar skilgreindar sem vörumerki en keppinautar þeirra hjá breska framleiðandanum Cadbury eru meðal þeirra sem hafa barist gegn því.

Dómurinn staðfesti í dag úrskurð neðri dómstiga um að rétt væri að ógilda vörumerkjaúthlutun Hugverkastofnunar Evrópusambandsins. Dómurinn ætti að binda enda á lagalega varða stöðu sælgætisins í Evrópu.

Málið snerist um hvort Kit Kat væri svo einstakt að það þekktist á forminu einu. Árið 2016 úrskurðaði lægra settur réttur ESB að Nestlé þyrfti að sanna að Kit Kat væri auðþekkjanlegt í sérhverju Evrópusambandslandi, og að engin dæmi hefðu fundist í Belgíu, Írlandi, Grikklandi og Portúgal.

Myndir þú þekkja ómerkt Kit Kat úr stáli?
Myndir þú þekkja ómerkt Kit Kat úr stáli? Ljósmynd/Hugverkastofnun ESB

Hvorki Nestlé né Mondelez, samkeppnisaðili sem hafði farið með málið fyrir dóminn, voru sátt við niðurstöðuna. Nestlé vildi meina að ef sýna þyrfti fram á að vörumerkið væri einstakt í sérhverju ESB-landi gæti ekkert fyrirtæki nokkurn tímann fengið vörumerki skráð.

Á móti hélt Mondelez því fram að rangt væri að úrskurða að Kit Kat hefði einstakt útlit í löndum eins og Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi.

Evrópudómstóllinn vísaði öllum þessum mótmælum frá, en í niðurstöðu dómstólsins kemur fram að ekki sé nóg að vara hafi orðið þekkt á „mikilvægur svæðum“ Evrópusambandsins - hún þyrfti að vera þekkt á öllum markaðssvæðum innan bandalagsins.

Ekki endalok málsins

Joghn Coldham, eigandi lögmannsstofunnar Gowling WLG í Bretlandi, segir í samtali við BBC að úrskurður Evrópudómstólsins sé í raun sá að aldrei hefði átt að veita vörumerkið á grundvelli þeirra gagna sem liggja fyrir. Málið fari nú aftur til Hugverkastofnunar ESB. „Nestlé getur sótt um að nýju og fært betri sönnunargögn fyrir máli sínu,“ bætir hann við.

Framleiðendur norksa súkkulaðisins Kvikk Lunsj, sem hefur verið framleitt í 80 ár og hefur sömu lögun, geta því andað léttar í bili áður en þeir búa sig undir næstu orrustu.

Besta leiðin til að borða Kit Kat.
Besta leiðin til að borða Kit Kat. mbl.is/Alexander
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK